07.05.2011 13:45

Eigandaskipti af Álftafellinu

Ég hugsa að það séu fáir sem trúi því að þessi bátur eigi eftir að fara í drift að nýju. Engu að síður hafa nýlega orðið eigandaskipti á bátnum og sá sem keypti, keypti annan bát fyrir nokkrum árum sem var í reyðileysi í Njarðvíkurhöfn og sá sökk þar við bryggju fyrir nokkrum misserum og enda síðan með því að verða fargað í Helguvík. Vonandi tekst betur með þennan, en miðað við að það flæði undan honum í hvert sinn sem stórstraumur er, hef ég fremur litla trú á öðru en að hann sé orðinn það mikið skemmdur að hann komist vart í gagn að nýju.


    1195. Álftafell ÁR 100, í höfn í Grindavík fyrir nokkrum árum, en þar lá hann vélavana í nokkur ár og var síðan dreginn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll


     1995. Álftafell ÁR 100, í Njarðvikurhöfn, þar sem hann hefur legið í nokkur ár © mynd Emil Páll