05.05.2011 13:21

Stjórnendur trúlega óvanir, en báturinn vanur

Miðað við það hvað báturinn sigldi rólega inn til Grindavíkur rétt fyrir hádegi í dag, þá hafa stjórnendur hans trúlega ekki þekkt aðstæður. En ef báturinn hefði sjálfur getað siglt, er þar töluvert annað á ferðinni, því hann hefur verið gerður út í 30 ár á Suðurnesjum, á árum áður. Raunar ber hann enn Vísislitinn, en einmitt síðasta útgerðin á Suðurnesjum, var Vísir í Grindavík.

Þau Suðurnesjanöfn sem báturinn hefur borið eru: Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95 og Sævík GK 257. Önnur nöfn sem þessi Boizenburgari hefur borið eru: Guðrún Guðleifsdóttir, ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Valur ÍS 82 og núverandi nafn er: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25.

Hér kemur smá sypra af siglingu bátsins til Grindavíkur í dag.












     971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, kemur til hafnar í Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 5. maí 2011