04.05.2011 00:00

Litlitindur SU 508

Nú undir kvöld í dag ( eða réttara sagt í gær) því það er víst kominn annar dagur, er þetta birtist, kom bíll frá Léttflutningum með bátinn Litlatind SU 508, frá Fáskrúðsfirði, til Sólplasts í Sandgerði. Þar verður báturinn, sem er að gerðinni Víkingur 700, lengdur um 1,50 metra, gerðir síðustokkar, kassi af aftan og báturinn innréttaður upp á nýtt.
Léttflutningar hafa að undanförnu verið í tíðum bátaflutningum og sem dæmi þá flutti hann bát austur til Vopnafjarðar og tók þennan á Fáskrúðsfirði og flutti suður. Þá barst beiðni um að sækja annan austur og flytja til Reykhóla, en sem dæmi um umfangið, þá voru eknir um 3000 km. um landið þvert og endilangt um páskana með báta.

Hér kemur myndasyrpa sem er frá því er báturinn kom til Sandgerðis, auk þess sem mynd er af þremenningum en nánar undir myndunum.


     Flutningavagn frá Léttflutningum kominn með 6662. Litlatind SU 508 að aðsetri Sólplasts ehf. í Sandgerði


      Björn Marteinsson mætti á staðinn til að lyfta bátum af flutningavagninum


                                               Litlitindur á lofti


          Hér er flutningavagninn farinn undan og búið að bakka bátakerru undir


                  Báturinn kominn á kerruna, sem dreginn er af bíl Sólplasts




    F.v. Hafsteinn Hafsteinsson, hjá Léttflutningum, Kristján Nielsen Sólplasti og Björn Marteinsson á bílkrananum, spá og spegulera í hvort allt sé í lagi




                Allt komið eins og það á að vera © myndir Emil Páll, 3. maí 2011