03.05.2011 14:26

Skammturinn tekinn með höndunum

Þó fáir trúi því þá er aflinn sem þeir á Rafni KE, fá á standveiðunum dreginn um borð á höndunum, þ.e. handdrifnum rúllum, en hvorki tölvu- né rafdrifnum. Engu að síður voru þeir komnir snemma í land í morgun með skammtinn og búnir að landa fyrir kl.11. Meðan flestir Suðurnesjabátarnir eru að veiðum út af Sandgerði, þá voru þeir nánast einskipa bæði í gær og í dag í góðum afla, á svæði sem er landmeginn við Rennurrnar sem svo eru kallaðar úti af Garðskaga. Aðspurðir hvort þetta sé ekki erfitt var svarið: ,,góð líkamsæfing".


          7212. Rafn KE 41, á leið inn Keflavíkina og yfir í Grófina, eftir að hafa landað í Keflavíkurhöfn fyrir kl. 11 í morgun © mynd Emil Páll, 3. maí 2011 Ef menn skoða vel má sjá handfærarúllurnar sem eru af gömlu gerðinni og því virkar fyrir handafli.