03.05.2011 08:18
Hulin ráðgáta
Nýlega var lokið við það hjá Bláfelli á Ásbrú að skipta um vél í bát þessum og síðan var hann sjósettur í Grófinni. Þaðan var ákveðið að sigla honum vestur að ég held til Ólafsvíkur. En fljótlega var vart við mikinn sjó í bátnum og honum því snúið við í Grófina. Þrátt fyrir ítarlega skoðun fannst ekki hvað orsakaði það að sjór var um borð. Eftir að búið var að losa bátinn við sjóinn var farið með hann í allskyns reynsluferðir en ekkert kom í ljós sem sýndi hvaðan sjórinn hefði komið inn í bátinn. Virðist það því með öllu vera hulin ráðgáta hvað þarna var á ferðinni. Báturinn var þó enn í morgun í Grófinni.
Hér birti ég tvær myndir sem ég tók af bátnum í Grófinni og eina eldri mynd sem Þorgeir Baldursson tók af honum í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum.


7317. Norðurljós RE 161, í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 3. maí 2011

7317. Norðurljós E 16, í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum © mynd Þorgeir Baldursson
Hér birti ég tvær myndir sem ég tók af bátnum í Grófinni og eina eldri mynd sem Þorgeir Baldursson tók af honum í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum.


7317. Norðurljós RE 161, í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 3. maí 2011

7317. Norðurljós E 16, í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum © mynd Þorgeir Baldursson
Skrifað af Emil Páli
