03.05.2011 07:56

Átti að vera framúrstefnubátur

Það eru ekki allir sem muna eða vita það að þegar þessi bátur var á sínum tíma framleiddur hjá Plastverki framleiðslu ehf., í Sandgerði af gerðinni Örninn var talið að hér væri á ferðinni mikið undur. Báturinn var hraðfriskibátur svonefnd tvíbytna með skíði niður með síðunum, sem gerði það að verkum að hann var mjög stöðugur, rásfastur og lipur. Var bátur þessi fyrsti sinni tegundar í heiminum.

Illa gekk þó að koma honum í drift því eftir að smíði hans var hann fluttur á autt svæði í Keflavík og þar var hann í meira en hálft ár og var síðan að lokum sjósettur í Sandgerðishöfn, laugardaginn 12. október 2002 og hófst útgerð hans frá Grindavík í desember 2002. Ganghraði bátsins var um 29 sjómíla.

Fljótlega eða á árinu 2003, var hann lengdur um 2 metra hjá Plastverki framleiðslu í Sandgerði og skutgeymarnir fjarlægðir. Síðan yfirbyggður hjá Sólplasti ehf. Sandgerði 2007.

Hann er því ekki lengur tvíbytna, en sagður mjög stöðugur, rásfastur og lipur.

Báturinn hefur borið nöfnin: Örninn GK 62, Baddý GK 277, Baddý  SI 277, Baddý GK 116, Baddý RE 57 og núverandi nafn: Skjöldur RE 57.


          2545. Skjöldur RE 57, í Sandgerðishöfn í gær © mynd Emil Páll, 2. maí 2011