02.05.2011 07:30

Mokveiði á hryggningaslóð

Myndasyrpan sem ég tók í gærmorgun af togurum út af Sandgerði er í raun sorgarsaga. Þarna voru komnir 13 svokallaðir minni togarar á svæðið og var mokveiði, svo góð að sumir sprengdu belgi og poka. Uppistaða  var hryggningaþorskur. Þessi ummæli mátti lesa á öðrum síðum.
Sé þetta rétt er það í raun sorgardagur, að skafa svona upp á hryggningaslóð, um leið og banni við veiðum er létt af.
Hér birti ég eina af þessum myndum en í gær birtust margar myndir svo og nöfn skipa sem þarna voru á þeim tíma.


         Togarar út af Sandgerði í gærmorgun. Fleiri myndir birti ég í gær © mynd Emil Páll, 1. maí 2011