29.04.2011 22:00
Sigurvin GK 61

1943. Sigurvin GK 61, yfirgefinn í innsiglingunni til Grindavíkur, árið 2004 © mynd af netinu, ljósm. Ókunnur
Smíðaður hjá Aqua Star, Guernsey, Englandi, ein innréttaður, vél og tæki sett niður hjá Vélsmiðju Sverre Steingrímsen hf., Keflavík. Lengdur, settur á hann hvalbakur, pera og hækkaðar lunningar, auk þess að vera breikkaður að aftan hjá Sólplast ehf.i í Innri-Njarðvík 2001, en athygli vakti að verkið tók aðeins 2 mánuði. Þann 23. janúar 2004, fór báturinn kollhnís í innsiglingunni til Grindavíkur og hafnaði á hafnargarðinum. Var báturinn hífður á land um kvöldið, mikið skemmdur og fluttur á athafnarsvæði Sólplast í Innri-Njarðvik og síðan þegar fyrirtækið flutti til Sandgerðis fór hann með og er hann þar ennþá, sem íhlaupavinna.
Nöfn: Straumsvík, Straumvík KÓ 50, Guðlaug Lárusdóttir RE 310, Stakkavík GK 61, Sigurvin GK 61 og núverandi nafn: Sólborg I GK 61
Skrifað af Emil Páli
