29.04.2011 12:28
Jöfur KE 17

965. Jöfur KE 17 © mynd Snorrason
Smíðanúmer 27 hjá Ulstein Merkaniska Verksted í Ulsteinsvik, Noregi 1964, eftir teikningu Sveins Ágústssonar. Fyrsta íslenska fiskiskipið með bakka-hvalbak. Yfirbyggður hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1977, lengdur 1978. Skráður sem vinnubátur 1995. Úrelding sama ár og seldur til Færeyja í jan 1996. Fór þó ekki heldur lagt við bryggju í Reykjavík og síðan fluttur til Njarðvikur. Tekinn ínn í hús í Njarðvik 19. mars 2002 til endurbyggingar, en hætt við. Fór í drætti Skarfs GK, frá Njarðvík laugardaginn 8. maí 2004 til Danmerkur í brotajárn.
Nöfn: Ingiber Ólafsson II GK 135, Ársæll KE 77, Ársæll KE 17, Jöfur KE 17, Helga III GK 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF 265 og aftur Snarfari HF 66.
Skrifað af Emil Páli
