29.04.2011 09:00
Gunnvör ST 39

1396. Gunnvör ST 39, siglir inn til Grindavíkur © mynd Snorrason
Smíðanúmer 2 hjá Básum hf., Hafnarfirði 1974. Stórviðgerð uppi á bryggju í Vogum 2004 og lá síðan í Vogum þar til hann var í desember 2006 færður yfir í Grófina, Keflavík. Afskráður sem fiskiskip 2006. Viðgerð og endurbótum lokið í Njarðvíkurslipp í júní 2009, en hefur þó lítið farið frá bryggju. Er nú í viðgerð, veit þó ekki hvar, m.a. eftir að ítrekað fjaraði undan honum í Njarðvíkurhöfn í vetur.
Nöfn: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 39, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnvör ST 38, aftur Lena GK 72 og núverandi nafn: Lena ÍS 61
Skrifað af Emil Páli
