28.04.2011 12:00
Arnar HU 1

234. Arnar HU 1 © mynd Snorrason
Smíðaður í Harstad, Noregi 1964. Einn hluthafa í útgerð skipsins, Hrólfur Gunnarsson sigldi bátnum heim og kom hann fyrst til Sandgerðis 16. júlí 1964. Degi síðar sigldi hann fánum prýddur til Reykjavíkur með ættmenni áhafnar, vini og blaðamenn. Seldur til Svíþjóðar 19. sept. 1988 og kom síðan til Grenaa í Danmörku til niðurrifs i lok árs 1999 og enn var málað á hann þá, nafnið Arnar ÁR 55.
Nöfn: Arnar RE 21, Arnar HU 1 og Arnar ÁR 55.
Skrifað af Emil Páli
