27.04.2011 12:44
Isafold
Fyrir þá sem ekki vita, þá var þessi bátur upphaflega slökkviliðsbátur í Svíþjóð, en síðan keyptur hingað til lands sem farþegabátur, en aðeins notaður hluta úr sumri í Reykjavík, eftir legu þar var hann seldur til Grænhöfðaeyja og átti að fara þangað með Tony, ex Moby Dick sem einu sinni hét Fagranesið, í togi. Það hefur þó ekkert orðið úr því og eftir langa legu í Njarðvíkurhöfn var hann færður inn í Voga. Varðandi Tony þá hefur hann staðið uppi í Njarðvíkurslipp en var nýlega seldur á uppboði, þannig að ég veit ekki hvað verður um hann, frekar en þennan.

2777. Ísafold, í Reykjavík © myndir Hilmar Snorrason, 20. ágúst 2008

2777. Ísafold, í Reykjavík © myndir Hilmar Snorrason, 20. ágúst 2008
Skrifað af Emil Páli
