25.04.2011 14:00
Birta EA 212 ex Víðir EA 212 ex Birta VE 8
Á síðasta ári eftir að Birta VE 8 var seld aðila á Grenivík, var skipt um nafn á bátnum og honum gefið nafni Víðir EA 212, en báturinn lá fyrir neðan Kaffivagninni í Reykjavík, síðan gengu kaupin til baka og nú ber báturinn aftur Birtunafnið en ennþá stendur á honum EA 212, þó svo að á vef Fiskistofu komi fram Birta VE 8. Tók ég þessar myndir af honum í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði í gærdag og þar sést m.a. að enn er eftir að gera við stefnið, eins og sást hér fyrir stuttu á símamyndum Þorgríms Ómars Tavsen, sem hann tók af bátnum, einmitt í Hafnarfirði.



1430. Birta EA 212, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði í gær © myndir Emil Páll, 24. apríl 2011



1430. Birta EA 212, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði í gær © myndir Emil Páll, 24. apríl 2011
Skrifað af Emil Páli
