25.04.2011 10:33
Stakkfjörður í morgun: Gnúpur og Hafaldan
Í morgun kom Grindavíkurtogarinn Gnúpur inn á Stakksfjörð og liggur þar, en togarinn var í óveðrinu undanfarnar daga við Snæfellsnes. Hversvegna hann liggur nú þarna veit ég ekki, en gruna að hann sé að bíða eftir flóði til að komast inn til Grindavíkur og eyðir tímanum þarna. Þá fór ferðabáturinn Hafaldan út frá Keflavík og smellti ég mynd einnig af honum þó það gengi á með úrkomu rétt á meðan.

1579. Gnúpur GK 11, á Stakksfirði í morgun

2511. Hafaldan, fer með ferðamenn til hvalaskoðunar út frá Keflavík í morgun

Hér sjáum við bæði skipin á Stakksfirði. Gnúpur nánast á reki og Hafaldan í hvaðaskoðun © myndir Emil Páll, 25. apríl 2011

1579. Gnúpur GK 11, á Stakksfirði í morgun

2511. Hafaldan, fer með ferðamenn til hvalaskoðunar út frá Keflavík í morgun

Hér sjáum við bæði skipin á Stakksfirði. Gnúpur nánast á reki og Hafaldan í hvaðaskoðun © myndir Emil Páll, 25. apríl 2011
Skrifað af Emil Páli
