22.04.2011 09:39

Mjallhvít skorðuð í horninu

Í morgun vakti það athygli mína að úti í Gróf var bátur einn, lítið bundinn en nánast skorðaður í horni og illa farinn. Rétt eftir að ég kom þarna að, kom lögreglan einnig og fannst þeim það sama og mér og voru hissa á aðstæðum. Tók ég eftirfarandi syrpu í morgun á staðnum.












   7206. Mjallhvít ÍS 73, í Grófinni í Keflavík, í morgun © myndir Emil Páll, 22. apríl 2011
          Trúlega hefur báturinn verið fluttur á bíl í nótt eða í gærkvöldi og verið settur þarna niður, en heldur illa gengið frá honum að öðru leiti