22.04.2011 00:00

Sjósund í Njarðvik á Sumardaginn fyrsta

Að morgni Sumardagsins fyrsta voru þessir tveir að synda þvert fyrir höfnina í Njarðvík og fóru nokkrar ferðir. Syntu þeir baksund og hoppuðu af stýrihúsi báts og gerðu svona fleira skemmtilegt. Að sögn annars þeirra sem er sjómaður og hefur farið í gegn um slysvarnaskóla sjómanna, fékk hann að eignast búninganna þaðan, en þeir voru hættir að nota þá. Var hann með tvær gerðir af búningum og því sést  hann í báðum gerðunum á myndunum.








      Draga bát að svo hægt sé að stökkva úr honum


                      og þá er bara að gera sig klára fyrir að stökkva í sjóinn


                                                     Svo er stokkið...


                                                   ... ofan í sjóinn






        Sundkapparnir stilla sér upp fyrir ljósmyndarann


     Þessi mynd mistókst raunar, en hún sýnir fæturna á öðrum sundkappanum, er hann var á leið í sjóinn












      Úr Njarðvíkurhöfn á Sumardaginn fyrsta 2011 © myndir Emil Páll, 21. apríl 2011