21.04.2011 14:00
Bátar á færibandi á næstu vikum
Ef þeim hjá Bláfelli á Ásbrú ná að standa við loforðin þá munu bátar nánast renna þar út á færibandi næstu vikurnar, að vísu þó ekki fyrr en Strandveiðitímabilið er hafið. Sýnist mér að þrír eigi að afhendast í upphafi tímabilsins, sá fjórði um mánaðarmótin júní / júlí og síðan er búið að panta tvo og einhverjar jullur koma á milli. Raunar fór úr húsi, einn í upphafi vikunnar, en sá var fluttur í húsnæði eiganda bátsins í Njarðvik og þar verða tæki og annað sett niður. Hér birti ég langa syrpu sem ég tók í morgun og segi þar frá hverjum báti fyrir sig, nema þeim sem fór í vikunni og er af gerðinni Sómi 960. Að auki er bátur sem kemur hér líka, en hann er í hlaupavinna og er af gerðinni Víking, þá verður fljótlega tekinn inn skemmtibátur sem breyta á í fiskibát.
Eins og sést á því sem skrifað er um bátanna, þá er í gangi mikill léttleiki á framleiðslustaðnum og því ganga bátarnir sumir hverjir undir ýmsum grínnöfnum.

Þennan kalla þeir Seinfara, en þetta er íhlaupaverkefni af gerðinni Víking 930, sem þeir kalla líka stundum Elju


Þessi er næstur út, en hann er ekki með neitt gælunafn, enda er ljóst að hann mun fá nafnið Fönix ST 5 og er af gerðinni Sómi 800

260 hestafla vél af gerðinni Volvo Penta bíður eftir að verða sett niður í Fönix

Julla sem fer til Vopnafjarðar og ber gælunafni Fáviti 2, en önnu Julla er komin út og var hún kölluð Fáviti 1. Á myndinni fyrir neðan má sjá borðann sem settur verður á Julluna og þar kemur í ljós að hann er framleiddur fyrir Fávita nr. 2

Ekki ruglast á ROCA, því það kemur þessu í raun ekkert við.

Sómi 700 sem framleiddur er fyrir aðila í Hafnarfirði, sem mun þó skrá bátinn í Vogum

Sómi 870 sem mun fá skráninganúmerið KÓ 18, en smiðirnir kalla hann Ingibjörgu í höfuðið á konu eigandans, það er þó vinnuheiti


Þennan kalla þeir Steina rakara, en eigandinn mun vera rakari búsettur í Reykjavík og er báturinn af gerðinni Sómi 990 og á ekki að afhendast fyrr en um mánaðarmótin júní / júlí í sumar

Og að lokum er það aðstoðarmaður minn í morgun, Stefán Jón Friðriksson sem þarna stendur við Steina rakara
Eins og sést á því sem skrifað er um bátanna, þá er í gangi mikill léttleiki á framleiðslustaðnum og því ganga bátarnir sumir hverjir undir ýmsum grínnöfnum.

Þennan kalla þeir Seinfara, en þetta er íhlaupaverkefni af gerðinni Víking 930, sem þeir kalla líka stundum Elju


Þessi er næstur út, en hann er ekki með neitt gælunafn, enda er ljóst að hann mun fá nafnið Fönix ST 5 og er af gerðinni Sómi 800

260 hestafla vél af gerðinni Volvo Penta bíður eftir að verða sett niður í Fönix

Julla sem fer til Vopnafjarðar og ber gælunafni Fáviti 2, en önnu Julla er komin út og var hún kölluð Fáviti 1. Á myndinni fyrir neðan má sjá borðann sem settur verður á Julluna og þar kemur í ljós að hann er framleiddur fyrir Fávita nr. 2

Ekki ruglast á ROCA, því það kemur þessu í raun ekkert við.

Sómi 700 sem framleiddur er fyrir aðila í Hafnarfirði, sem mun þó skrá bátinn í Vogum

Sómi 870 sem mun fá skráninganúmerið KÓ 18, en smiðirnir kalla hann Ingibjörgu í höfuðið á konu eigandans, það er þó vinnuheiti


Þennan kalla þeir Steina rakara, en eigandinn mun vera rakari búsettur í Reykjavík og er báturinn af gerðinni Sómi 990 og á ekki að afhendast fyrr en um mánaðarmótin júní / júlí í sumar

Og að lokum er það aðstoðarmaður minn í morgun, Stefán Jón Friðriksson sem þarna stendur við Steina rakara
Skrifað af Emil Páli
