18.04.2011 14:00
Hamravík KE 75
Gamall skólafélagi minn og jafnaldri úr Keflavík, Helgi Sigfússon, nú búsettur á Reyðarfirði sendi mér þessa mynd af Hamravík, þar sem hún liggur við vestur-bryggjuna sem svo er nefnd í Keflavíkurhöfn og á frum-myndinni stendur að hún sé framkölluð í maí 1963. Hver hafi tekið myndina veit Helgi ekki, en dettur helst í hug Magnús heitinn Bergmann skipstjóra sem gekk undir nafninu Mangi í Fuglavík, en hann var lengst af skipstjóri á Hamravíkinni og var frá Fuglavík á Miðnesi, eins og það var þá kallað.
- Sendi ég Helga, kærar þakkir fyrir þetta -

82. Hamravík KE 75 í Keflavíkurhöfn
- Sendi ég Helga, kærar þakkir fyrir þetta -

82. Hamravík KE 75 í Keflavíkurhöfn
Skrifað af Emil Páli
