18.04.2011 00:00

Björgun Wilson Muuga

Eins og margir muna þá strandaði flutningaskipið Wilson Muuga, nánast fyrir neðan Hvalsneskirkju á Suðurnesjum og náðist út nokkrum mánuðum síðar. Í björguninni spiluðu kafararnir Sigurður Stefánsson og Árni Kópsson mikið hlutverk og þar sem ég vissi af Sigurður átti mikið myndasafn frá því fékk ég hann til að velja nokkrar myndir sem ég birti nú, ásamt texta með þeim sem hann gerði með myndunum. - Færi ég Sigga kafara Stefánssyni bestu þakkir fyrir, en myndirnar eru í hans eigu, en ljósmyndarar eru ýmsir.


        Borað í klappirnar aftan við Muuga fyrir festur.  Voru þetta svakalegar aðstæður, okkur var skolað af klöppunum hvað eftir annað
.

                                Dælt úr lestum daginn sem dregið var á flot 17 apríl


          Hummerinn hans Árna Kóps kom að góðum notum í fjörunni þar gat enginn venjulegur jeppi ekið 


    Lagt á ráðin með björgun Wilson Muuga fv. Árni Kóps, Hjörtur skipaverkfræðingur, Guðmundur Ásgeirs eigandi Muuga og Siggi kafari


   Pantaður var matur 4 dögum áður en skipið var dregið á flot og með hann átti bátur að sigla með hann til okkar þegar við værum framan við Sandgerði.


     Radarinn kominn í gang og á honum sést að við vorum að nálgast Hafnarfjörð

.
                                    Séð í land ofan af brúarþaki Wilson Muuga


           Siggi að kafa undir öxul Wilson Muuga og þétta í göt. Árni Kóps stendur ofaná skrúfuöxlinum


           Siggi kafari og Árni Kóps aftan við Muuga að græja festur í klappir sem virkuðu sem stýring þegar skipið var dregið á flot


                  Þarna sést hvað sjórinn náði hátt í vélarrúminu þar var flóð og fjara 

     © myndatextar: Siggi kafari Stefánsson. myndir í hans eigu, en ljósmyndarar ýmsir