16.04.2011 17:00
Þegar Auðunn fór á hliðina og sökk
Hér koma þrjár myndir sem eru í eigu Sigga kafara Stefánssonar og ýmist tekar af honum eða öðrum. Sýna þær aðdragandann að því að Auðunn sökk þegar hann var við björgun Sóleyjar Sigurjóns af strandstað í innsiglingunni til Sandgerðis hér fyrir nokkrum misserum. Þá er mynd af bátnum á hvolfi og önnur af honum tekin á botni sjávar. Sem kunnugt er þá tókst Sigga og félögum að ná honum upp og er hann kominn í fullan rekstur á ný.

2043. Auðunn farinn að halla, rétt mikið, augnabliki áður en hann fór alveg yfir

Hér er Auðunn kominn á hliðina og nánast alveg búinn að velta sér á grúfu

Hér sjáum við síðan 2043. Auðunn, kominn á botninn, þar sem hann stóð á réttum kili © mynd Siggi kafari Stefánsson og aðrar myndir ýmist teknar af honum eða í hans eigu

2043. Auðunn farinn að halla, rétt mikið, augnabliki áður en hann fór alveg yfir

Hér er Auðunn kominn á hliðina og nánast alveg búinn að velta sér á grúfu

Hér sjáum við síðan 2043. Auðunn, kominn á botninn, þar sem hann stóð á réttum kili © mynd Siggi kafari Stefánsson og aðrar myndir ýmist teknar af honum eða í hans eigu
Skrifað af Emil Páli
