16.04.2011 12:29

Tveir Keflvískir á botninum

Hér sjáum við myndir af tveimur keflvískum skipum sem sukku og Sigurður Stefánsson kafari kom við sögu að bjarga á þurrt.


          929. Svanur KE 90, á botni Njarðvíkurhafnar í desember 2009. Honum var náð á flot og síðan dreginn út í Helguvík þar sem hann var brotinn í spað


         2043. Auðunn hvoldi og sökk við björgun Sóleyjar Sigurjóns í innsiglingunni til Sandgerðis fyrir nokkrum misserum. Í framhaldi af því keypti Siggi kafari þessa belgi og var bátnum lyft upp og fleytt með þeim inn í Sandgerðishöfn þar sem honum var lyft alveg upp á yfirborðið. Eftir endurbyggingu er hafnsögubáturinn kominn í fullan rekstur á ný. Sjá má mastur bátsins milli belgjanna.
                                    
                                 © myndir í eigu Sigurðar kafara Stefánssonar