15.04.2011 18:18

Birta eða Víðir EA 212 stefnislaus

Þessar myndir tók Þorgrímur Ómar Tavsen á símann sinn í dag, af bátnum stefnislausum í gamla slippnum í Hafnarfirði. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða nafn báturinn ber núna, en fyrst eftir að hann fór til Reykjavíkur eftir eigendaskiptin hét hann Víðir EA 212, en síðan fór sala eitthvað í rugl og hvernig sem eigendamálin eru núna, er nafnið Birta mála á húsið, en Víðisnafnið virðist vera horfið, en ég á mynd af honum sem ég tók af bátnum í Reykjavíkurhöfn þar sem Víðisnafnið sést.
   1430. Víðir EA 212, Birta EA 212 eða Birta VE 8 í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði. Búið er að rífa skemmda hlutann af stefninu burt, en hann keyrði á sínum tíma á bryggju í Keflavíkurhöfn og þá skemmdist stefnið, eins og áður hefur verið sagt frá © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 15. apríl 2011