15.04.2011 00:00

Máni GK 36 / Máni BA 166 / Máni GK 257 / Haförn ÁR 115 / Máni GK 36 og endalokin

Hér kemur eikarbátur sem náði næstum því hálfrar aldar afmæli sínu, svona að nafninu til, því síðustu árin lá hann við bryggju og breytti það engu þó hann væri seldur á uppboði og endaði hann síðan feril sinn með því að vera bútaður niður af hafnaryfirvöldum á viðkomandi stað. Allt um það undir myndasyrpu þessari sem eru bæði af bátnum í fullum reksti svo og endalokin.


                   671. Máni GK 36 © mynd Snorrason


                       671. Máni GK 36, við bryggju í Grindavík © mynd Emil Páll


           671. Máni GK 36 © mynd Ísland 1990


                       671. Máni BA 166 © mynd Snorrason


        671. Máni GK 257, á siglingu í Grindavík


                       671. Haförn ÁR 115 © mynd Skerpla


                  671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn © mynd Hilmar Snorrason, 2006


                       671. Máni GK 36 © mynd Ragnar Emils, 10. mars 2007


            671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn í jan. 2007 © mynd Ragnar Emils


            671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emils, 4. jan. 2007


    671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emils 4. jan. 2007


         671. Máni GK 36 © mynd Ragnar Emils 4. jan. 2007


           671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson, 5. ágúst 2007


              671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson, 5. ágúst 2007


         671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson, 5. ágúst 2007


                671. Máni GK 36, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emils, 5. ágúst 2007

Smíðaður hjá Faaborg Skips & Badeby, í Faaborg, Danmörku 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en ekki notaður.

Lá síðustu árin við bryggju í Þorlákshöfn og var á þeim tíma eða 8. des. 2004, sleginn á nauðungaruppboði, en ekkert gerðist í hans málum fyrr en hann var hífður á land á árinu 2007 og fargað í framhaldi af því. Raunar hafði hann verið afskráður sem fiskiskip árið 2006.

Nöfn: Máni GK 36, Máni BA 166, Máni GK 257, Haförn ÁR 115, og aftur Máni GK 36.