14.04.2011 16:00
Styrkir og auglýsingar
Eins og sést hér til hliðar hefur bæst ein auglýsing í viðbót á síðuna. En undanfarið hefur orðið vart við áhuga aðila í að fá að auglýsa hér á síðunni og hafa þeir sótt eftir því frekar en hitt. Því miður er plássið takmarkað a.m.k. ef síðunni verði ekki breytt.
Á sama tíma hefur líka fjölgað þeim aðilum sem sótt hafa eftir því að fá að styrkja síðuna með fjárframlögum. Hafa þar komið að ýmsir er starfa við þjónustu við skipaflotann, skipshafnir og eða útgerðir. Það er mjög gott, því kostnaður við að halda síðu sem þessari úti er töluverður og þá aðallega í formi ferðalaga varðandi myndatökur. Ég mun taka við slíku, en gef ekki upp bankanúmerið, nema persónulega til þeirra sem þess óska.
