14.04.2011 09:00
Aðkomuskipin: Magnús, Keilir og Þjóðverjarnir
Nú meðan sjómennirnir eru í fæðingarorlofinu, eða hrygningastoppinu er mjög lítið um að vera í höfnum landsins. Það var því kærkomið myndarefni fyrir suma þegar þjóðverjarnir komu í gær inn á Stakksfjörðinn, en núna eru tveir þeirra farnir til Reykjavíkur, en sá þriðji liggur áfram á Stakksfirði. Hvort svo verður áfram veit ég ekki. Í Keflavíkurhöfn hefur Magnús SH haft viðdvöl af og til síðan hann fór í samstarfið við Hafró og hvort hann mun liggja hér áfram veit ég ekki. Í Njarðvik eru það sömu bátarnir sem verið hafa, Maron og Stafnes fara senn á lúðuveiðar, en Keilir fer í slipp, þar sem úthaldi hans hér syðra er nú lokið að sinni.
Birti ég nú syrpu þar sem fram koma aðkomuskipin, þ.e þjóðverjarnir, Magnús SH og Keilir SI


1343. Magnús SH 205, frá Hellissandi í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 14. apríl 2011

1420. Keilir SI 145, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 14. apríl 2011

F 209 Rheinland-Pfalz, á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll, 14. apríl 2011

A 1411 Berlin, var á leið til höfuðborgarinnar síðast þegar ég vissi © mynd MarineTraffic, Horstt Adler - Hofeldt

F 215 Brandenburg, var komið á ytri höfnina í Reykjavík, núna áðan © mynd MarineTraffic David Maskinnon, 2011
Birti ég nú syrpu þar sem fram koma aðkomuskipin, þ.e þjóðverjarnir, Magnús SH og Keilir SI


1343. Magnús SH 205, frá Hellissandi í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 14. apríl 2011

1420. Keilir SI 145, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 14. apríl 2011

F 209 Rheinland-Pfalz, á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll, 14. apríl 2011

A 1411 Berlin, var á leið til höfuðborgarinnar síðast þegar ég vissi © mynd MarineTraffic, Horstt Adler - Hofeldt

F 215 Brandenburg, var komið á ytri höfnina í Reykjavík, núna áðan © mynd MarineTraffic David Maskinnon, 2011
Skrifað af Emil Páli
