12.04.2011 16:39
Hættu þorskveiðum í mokveiði
Eins og ég sagði frá fyrir helgi var mokveiði hjá bátum er réru frá Njarðvík og fóru þeir minni strax út eftir löndun, þar sem ekki tókst að taka upp öll netin. Meðal þessara báta voru rauðu bátarnir svonefndu Maron og Sægrímur, en þeir hafa nú báðir hætt þorskveiðum. Sá fyrrnefndi er að fara á lúðuveiðar, en hinum síðarnefnda verður nú lagt, þar sem hann hefur verið sviptur veiðirétti í nokkra mánuði.


2101. Sægrímur GK 525 og 363. Maron GK 522, í Njarðvíkurhöfn í gær



Veiðarfærin tekin frá borði í Sægrími í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 11. og 12. apríl 2011


2101. Sægrímur GK 525 og 363. Maron GK 522, í Njarðvíkurhöfn í gær



Veiðarfærin tekin frá borði í Sægrími í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 11. og 12. apríl 2011
Skrifað af Emil Páli
