12.04.2011 15:27
Siggi Bjarna í slipp
Stundum gerist ýmislegt skondið. Eins og menn sáu í morgun hér á síðunni hjálpaði Siggi Bjarna til að koma Jóhönnu ÁR upp í slipp í gær og hélt í bátinn að aftan, var semsé fyrir aftan hann. En þannig gerðist það líka að eftir að Jóhanna var kominn upp í slippinn varð Siggi Bjarna næstur á eftir henni þangað og á annarri myndinni sem ég birti nú sést Jóhanna fyrir aftan Sigga Bjarna, hún komin inn í húsið en Siggi Bjarna enn fyrir utan.

2454. Siggi Bjarna GK 5 í Njarðvíkurslipp rétt fyrir hádegi í dag

þeir eru fjórir bátarnir sem sjást á þessari mynd en báturinn fyrir aftan Sigga Bjarna er Jóhanna ÁR 206, Valberg til hliðar og Gerður ÞH 1 einnig til hliðar en á hinn veginn. Talandi um Gerði, þá var rússi sem keypt hafði hann ákveðinn að taka hann úr slippnum á síðasta ári og farinn að borga þær skuldir sem á honum voru til þess að það tækist, þegar hann lenti í flugslysi og lést. Er mér sagt að maður í Reykjavík eigi hann núna. © myndir Emil Páll, 12. apríl 2011

2454. Siggi Bjarna GK 5 í Njarðvíkurslipp rétt fyrir hádegi í dag

þeir eru fjórir bátarnir sem sjást á þessari mynd en báturinn fyrir aftan Sigga Bjarna er Jóhanna ÁR 206, Valberg til hliðar og Gerður ÞH 1 einnig til hliðar en á hinn veginn. Talandi um Gerði, þá var rússi sem keypt hafði hann ákveðinn að taka hann úr slippnum á síðasta ári og farinn að borga þær skuldir sem á honum voru til þess að það tækist, þegar hann lenti í flugslysi og lést. Er mér sagt að maður í Reykjavík eigi hann núna. © myndir Emil Páll, 12. apríl 2011
Skrifað af Emil Páli
