12.04.2011 08:47

Jóhanna ÁR 206 í slipp

Í gær hjálpust þeir að hafnsögubáturinn Auðunn og Siggi Bjarna GK 5 að koma Jóhönnu ÁR 206 í slippinn í Njarðvík og tók Gísli Aðalsteinn Jónasson, stýrimaður á Sigga Bjarna þá mynd þá sem hér birtist og síðan bætti ég við og tók nokkrar myndir af bátnum í morgun áður en almennilega birti, þar sem hann er kominn upp i slipp í Njarðvik.


    2043. Auðunn, dregur 1043. Jóhönnu ÁR 206 í átt að slippnum í Njarðvik og þeir á 2454. Sigga Bjarna GK 5, halda í bátinn að aftan © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, stýrimaður á Sigga Bjarna GK, 11. apríl 2011


          1043. Jóhanna ÁR 206 og 1074. Valberg VE 10, í Njarðvíkurslipp í morgun


       1043. Jóhanna ÁR 206, í Njarðvikurslipp í morgun © slippmyndirnar Emil Páll, 12. apríl 2011