09.04.2011 14:18
Spánartogarar fái að veiða að vild í ísl. landhelgi
Eftirfarandi grein birtist í morgun í mbl.is, en fyrirsögn þessarar færslu er alfarið mín
Evrópusambandið telur mikilvægt að stjórn fiskveiða á Íslandi verði löguð að lögum Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknarinnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins en þar er bent á að íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir að stjórn sjávarútvegsmála verði að hluta áfram á Íslandi.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þessar upplýsingar alfarið rangar.
"Fullveldisréttindi Íslands varðandi efnahagslögsöguna eru algert grundvallaratriði í þessum samningaviðræðum," segir Jón og bætir því við að "mjög alvarlegt" sé að Evrópusambandið gefi nú út slíka yfirlýsingu. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins.
