08.04.2011 17:00

Góður afli Njarðvíkurbáta - urðu að fara tvær ferðir í dag

Stór og fallegur þorskur var uppistaðan í góðum afla þeirra fjögurra báta sem gerðir eru út frá Njarðvík, í dag. Þurftu a.m.k. minni bátarnir að fara út aftur að löndun lokinni til að klára úr trossunum. Þegar ég kom niður að höfn núna áðan voru Keilir, Maron og Erling að landa, en Sægrímur búinn að landa úr fyrri ferðinni og farinn aftur út í hina síðari, en hinir ekki. Erling er mun stærri bátur og því veit ég ekki hvort hann þurfi að fara út aftur, en bæði Keilir og Maron fara út á ný og raunar var Keilir að renna út meðan ég var að skrifa þetta.
Veiðisvæðið er norður af Garðskaga, en eins og sést á þessu er frásögn Víkurfrétta um að lítil sem engin umferð sé um Njarðvíkurhöfn með öllu röng, eins og ég sagði í raun frá í morgun. Hvað vf sagði um að líf og fjör yrði í höfninni þegar 5 bátar hæfu makrílveiðar, þá er eins og menn vita ekkert sem segir að þeir noti Njarðvikurhöfn, þó svo að aflinn verði unninn í Njarðvík.








      Frá löndun úr 363. Maron GK 522 og 1420. Keilir SI 145, í Njarðvíkurhöfn á fimmta tímanum í dag © myndir Emil Páll, 8. apríl 2011