08.04.2011 10:04
Fiskveiðifrumvarpið virðist fallið á tíma
bb.is:
Sáralitlar líkur eru á því að nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verði samþykkt á þessu þingi og taki gildi sem lög næsta haust, að því er fram kemur í Fiskifréttum. Enn er mikill ágreiningur um efni og framgang málsins í röðum stjórnarflokkanna. Fiskifréttum er tjáð að til umræðu hafi komið að leika einhvers konar millileik til þess að friða þá sem óánægðastir eru, til dæmis í tengslum við hugsanlega aukningu þorskaflaheimilda á yfirstandandi fiskveiðiári. "Þessum nýju heimildum kynni þá að verða úthlutað með einhverjum sambærilegum hætti og menn hugsa sér í ná fram með frumvarpinu. Þá yrði hluta af aukningunni úthlutað samkvæmt aflahlutdeild og hinn hlutinn boðinn gegn gjaldi. Einnig hafa verið vangaveltur um að setja frekari takmarkanir á útflutning á óunnum fiski," segir í Fiskifréttum.
Skrifað af Emil Páli
