05.04.2011 19:00

Var það ofhleðsla sem sökkti bátnum?

Nokkuð ljóst virðist vera að ofhleðsla hafi valdið því að Anita Líf RE 187 sökk á dögunum norður af Akurey við Reykjavík. Var báturinn hlaðinn grásleppunetum og á leið á miðin í sinn fyrsta róður. Er báturinn var kominn út á sundin fannst skipverjum hann vera eitthvað einkennilegur og slógu af til að kanna málin og þar með steinsökk hann. Ber vitnum sem sáu bátinn áður en hann sökk að hann hafi verið mjög siginn að aftan, eins hefur komið í ljós hjá þeim sem hafa skoðað bátinn nú eftir að hann var kominn á land, að hann er óbrotinn og enginn leki að honum.


    1882. Hafrenningur GK 56, á árunum 2000-2003, en það nafn bar báturinn sem nú hét Aníta Líf á þeim árum