05.04.2011 18:00

3. elsti stálbáturinn hefur legið í tæpt hálft ár

Mikið var fjallað um það hér á síðunni, þegar Drífa SH 400 var tekin og máluð hátt og lágt og nánast hreinsuð nánast með tannbusta við bryggju í Njarðvik. Þótti það mikið þar sem viðkomandi skip er 3. elsta stálfiskiskip landsins í dag, smíðað í Þýskalandi 1956. Aðeins eru tveir eldri enn í gangi og þar eru á ferðinni systurskip smíðuð í Hollandi og bera í dag nöfnin Grímsey ST 2 og Maron GK 522.

Aðeins fáum mánuðum eftir að þessa mikla yfirhalning fór fram á Drífunni var henni vegna ósættis milli skipverja og útgerðar lagt við bryggju í Sandgerði og þar er hún enn þann dag í dag. Jafnframt hafa skipverjarnir sagt stöðu sinni lausri og eru allir hættir þar störfum, en báturinn var gerður út á Sæbjúgu.


     795. Drífa SH 400 (sá rauði) við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010