03.04.2011 00:00

Bætt um betur hjá Faxa RE 9

Faxi RE 9 var tekinn upp í slippinn í Reykjavík sl. fimmtudag. Aðalástæðan fyrir slipptökunni er vinna við að koma botnlokum fyrir í hið nýja og gríðalega öfluga RSW kælikerfi sem sett verður í skipið á næstu vikum og mánuðum. Kælikerfi þetta á að skila 1,5 milljón  kkal/kls. sem þykir víst vera harla gott í dag.
Einnig verður flottrolls tromlunni skift út og töluvert öflugri tromla sett í hennar stað, tromla með kraft upp á 70 tonn.  Kemur þetta fram á síðunni Faxire9.123.is svo og þær myndir sem hér birtast:












        1742. Faxi RE 9, í slippnum í Reykjavík © myndir og texti, Faxagengið 31. mars 2011