01.04.2011 16:45

1. apríl gabb

Þeir vorum nokkrir sem þutu út í Helguvík í nótt og í dag til að skoða skipið, aðrir voru vondir og hrindu í mig, eða sendu mér í leiðinleg skeyti með ýmsum hætti og er ég benti þeim á að þar með hafi tilganginum verið náð, þeir hefðu hlaupið 1. apríl, urðu sumir enn verri. Skip þetta er ekkert dularfult eins og sést, fyrir neðan myndina, heldur er myndin úr safni mínu og fregnin uppspuni frá rótum og gerð í tilefni dagsins. Vonandi fyrirgefa þeir mér sem urðu vondir af þessum hrekk i tilefni dagsins, sem er alls ekki birt gagnvart einhverjum sérstöku og ef þeir trúa því ekki þá, bara þeir um það.

Ég verð þó að segja frá einum viðbrögðum sem ég fékk. Snemma í morgun hafði einn samband við mig og talaði um þvílíkt bull og annað í þá veru og það sæju allir í gegn um þetta. Skömmu síðar ákvað ég að renna út í Helguvík til að sjá hvort nokkur væri þar og viti menn viðkomandi var þar þó hann hefði fyrr um morgunin haft þessi orð uppi við mig. hhheheee, tilganginum var náð: 1. apríl.


      Nordborg KG 689, á ytri-höfninni í Keflavík © mynd Emil Páll 13. feb. 2010