29.03.2011 21:00
Fossinn á Reykjanesi
Já fyrirsögnin er ekki vitleysa, því foss á Reykjanesi hefur mikið aðdráttarafl ferðamanna, en foss þessi er mannana verk, því hér er um að ræða affallið frá Reykjanesvirkjun. Tók ég myndirnar af fossinum svo og samstarfsmanni mínu í verkefni einu sem er á lokastigi, hvað undirbúning varðar. Sá er Sigurbjörn Sigurðsson, eða Bói í Duus eins og hann er oftast nefndur, enda veitingamaðurinn í Kaffi Duus.




Fossinn á Reykjanesi, séð frá báðum hliðum, því hann greinist í tvær áttir

Sigurbjörn Sigurðsson, eða Bói í Duus, við fossinn á Reykjanesi © myndir Emil Páll, 29. mars 2011




Fossinn á Reykjanesi, séð frá báðum hliðum, því hann greinist í tvær áttir

Sigurbjörn Sigurðsson, eða Bói í Duus, við fossinn á Reykjanesi © myndir Emil Páll, 29. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
