29.03.2011 22:00

Faxi og Diddi í morgun

Um kl. 7.30 í morgun tók ég þessar myndir og þá var ekki komin full birta, enda fékk ég ekki góðan fógus á myndirnar, en það verður bara að hafa það. Myndin af Faxa er tekin í Njarðvik, en báturinn sem er í ferðaþjónustu, er í raun í eigu aðila í Njarðvík þó svo hann sé með Re númeri. Diddi rær á grásleppu og að sögn skipverja hafa þeir verið að veiðum á Stuðlahrauni og var aflinn í gær 4-5 tunnur af hrognum, en myndirnar af honum eru teknar í Keflavík.


                                 1581. Faxi RE 24, í Njarðvikurhöfn í morgun




         7427. Diddi GK 56, í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 29. mars 2011