29.03.2011 16:38

Víðir EA 212 í viðgerð í Hafnarfirði

Bátur þessi skemmdist á stefninu er hann keyrði á bryggju í Keflavík á síðasta ári, eins og áður hefur verið fjallað um hér á síðunni. Frá því á síðasta ári hefur hann legið við bryggju í Reykjavík, en er nú kominn til Hafnarfjarðar og eins og sést á myndinni er verið að vinna við tjónið á bátum og búið að fjarlægja plastið sem var yfir stefninu.


     Unnið að viðgerð á 1430. Víði EA 212, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 29. mars 2011