29.03.2011 14:26

Sýnið þolinmæði

Sökum mikilla anna af minni hálfu að undanförnu hafa nokkrar fljótfærnisvillur slæðst með, villur sem felstir sá að eru villur. Menn hafa síðan bent mér á þetta, ýmist í gegn um Facebook, með símtölum eða sms. Alltaf eru þó einhverjir sem hafa ekki þá þolinmæði til að bera og senda skæting í sms-skeytum í gegn um ja.is. Um þá vil ég bara segja að þeir dæma sig sjálfir og ég mun ekki fara eftir þeirra ábendingum. Um aðra óska ég eftir að þeir sýni þolinmæði, meðan þetta er að ganga yfir. Varðandi þessa skætingsglöðu þá legg ég til að þeir leiti sér læknis, en tvö sms sem send hafa verið í gegn um ja.is hafa verið kærð af minni hálfu og svo er bara að sjá framvindu þeirra mála.