29.03.2011 14:13
Netarall Hafró hefst á föstudag
mbl.is:
Netarall Hafrannsóknastofnunarinnar, eða stofnmæling á hrygningarslóð þorsks, hefst 1. apríl nk. en þetta er 16 árið sem farið er til þessara rannsókna. Fram kemur á vef Hafró að sex bátar taki þátt í netarallinu.
Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar- /þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum. Netarall Hafrannsóknastofnunarinnar, eða stofnmæling á hrygningarslóð þorsks, hefst 1. apríl nk. en þetta er 16 árið sem farið er til þessara rannsókna. Fram kemur á vef Hafró að sex bátar taki þátt í netarallinu. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar- /þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.Skrifað af Emil Páli
