29.03.2011 08:20

Hegri í Keflavíkurhöfn

Á síðastliðnu miðnætti hafði fuglaáhugamaður samband við mig, þar sem hann gekk fram á Hegra í Keflavíkurhöfn, nánar tiltekið á skolpútrásinni fyrir neðan Pósthússtræti. Hinsvegar var lýsing engin á staðnum og erfitt því að taka mynd af fuglinum sökum dimmu og því beið ég með það þar til birti í morgun, en er ég kom þarna kl. 7.30 var enginn hegrinn. Birti því í staðinn mynd sem ég fann á netinu og var tekin um 2003 við Helluvað í nágrenni Reykjavíkur.


    Hegri, við Helluvað í nágrenni Reykjavíkur fyrir tæpum áratug © mynd Daníel Bergmann