28.03.2011 20:51

Skipt um batterí í innsiglingarljósi og flotbryggjan lagfærð eftir óveðrið í febrúar síðastliðinn

Lífið í Sandgerði - 245.is:


Guðjón Bragason, Bragi Snær Ragnarsson (fyrir aftan Gaua Braga) og Sveinn Einarsson
 
Í síðustu viku fóru hafnarstarfsmenn ásamt Sigga kafara að skipta um batterí í einu af innsiglingarljósunum í rennunni, en þetta er gert einu sinni á ári að jafnaði.

Einnig var fingur á flotbryggjunni við suðurgarð hífður upp á bryggju, en hann laskaðist í óveðrinu sem var 8. febrúar síðastliðinn. Fingurinn var sendur í viðgerð hjá Valla í Vélsmiðju Sandgerðis.

 

Mynd: Sigurður kafari
Dive4u.is| lifid@245.is