28.03.2011 15:44

Pramminn Selur á reki - endurbirt

Úr visi.is í morgun:

Dýpkunarprammi frá íslensku fyrirtæki slitnaði aftan úr færeyskum dráttarbáti í gærkvöldi, um 80 sjómílur suður af Hornafirði. Báturinn var með tvo pramma í togi, áleiðis í verkefni í Færeyjum. Áhöfn bátsins hefur ekki enn tekist að koma böndum á lausa prammann og er í athugun að senda honum aðstoð annaðhvort frá Íslandi eða Færeyjum. Skipum á ekki að stafa hætta af prammanum því svonefndur AIS búnaður er þar um borð , sem stöðugt gefur upp staðsetningu hans.

Það sem ekki kemur fram í þessari frétt Vísis, er að hér er á ferðinni pramminn Selur, sem var í togi ásamt 2255. Svavari, hjá Thor Goliath, en þeir fóru frá Njarðvík sl. föstudagskvöl á leið til Færeyja. Birti ég hér myndir sem ég tók af Sel þegar hann var nýkominn úr Njarðvíkurslipp í síðustu viku svo og af dráttarbátnum er hann kom til Njarðvikur sl. föstudag og eins mynd af honum ásamt Svavari.

Endurbirti ég þetta hér þar sem fyrri grein sem ég setti inn kl. 12.16 féll út af síðunni einhverjum klukkutímum síðar og eftir stóð fyrirsögnin, meira segja í tvíriti. Vonandi tollir þetta inni nú.


                  5935. Selur, í Njarðvíkurhöfn í síðustu viku, nýkominn úr slipp


                  Thor Goliath, kemur til Njarðvíkur sl. föstudagskvöld


        Thor Goliath, framan við 2255. Svavar í Njarðvíkurhöfn, rétt fyrir brottför sl. föstudagskvöld. En röðin var sú að Thor Goliath, var fremstur, síðan Svavar og Selur í endanum, þar sem þar um borð var AIS tæki  © myndir Emil Páll