28.03.2011 15:27
Óþolandi bilun
Nú í þrígang hef ég orðið fyrir furðulegri bilun hér varðandi síðuna. Bilunin er fólgin í því að grein með myndum týnast af síðunni, eftir að hafa staðið þar í einhvern tíma, en aðeins fyrirsögnin stendur eftir. Í hinum telfellunum hef ég getað sett greinina upp að nýju, og mun sennilega gera það í öðru tilfellinu núna, en kl. 12:16 í morgun skrifaði ég frétt og birti fjórar myndir og stóð það í nokkurn tíma, en nú stendur fyrirsögnin ein eftir. Sama er á undirsíðunni, þar er bara fyrirsögn, en bæði greinin og myndirnar eru týndar. Mér tókst að taka afrit af þessu og setja inn á Facebookið en baka við það þar stendur ekki neitt. Það sem er þó enn furðulegra er að það eru tvær fyrirsagnir eins á síðunni, en engin grein, eða myndir
Önnur grein um gamlan bát sem er til sölu skrifaði ég núna áðan og tók aftir og setti á Fésið, þar sem það stendur en bæði hér á síðunni og undirsíðunni er það horfið með öllu.
Í fyrri skiptin hafði ég samband við þjónustuna hjá 123.is, en þeir gátu ekkert gert, þar sem ég var búinn að setja inn nýjar greinar. Nú hef ég ekki sett nýjar greinar og eftir stendur tóm fyrirsögn, en mun þó trúlega setja inn nýja grein um prammann sem sökk. Spurningin er svo hvort 123.is geti gert við þessa bilun, eða fundið út hvað sé að.
Auðvitað getur þetta verið bilun í tölvunni hjá mér, en það á þá eftir að koma í ljós.
Önnur grein um gamlan bát sem er til sölu skrifaði ég núna áðan og tók aftir og setti á Fésið, þar sem það stendur en bæði hér á síðunni og undirsíðunni er það horfið með öllu.
Í fyrri skiptin hafði ég samband við þjónustuna hjá 123.is, en þeir gátu ekkert gert, þar sem ég var búinn að setja inn nýjar greinar. Nú hef ég ekki sett nýjar greinar og eftir stendur tóm fyrirsögn, en mun þó trúlega setja inn nýja grein um prammann sem sökk. Spurningin er svo hvort 123.is geti gert við þessa bilun, eða fundið út hvað sé að.
Auðvitað getur þetta verið bilun í tölvunni hjá mér, en það á þá eftir að koma í ljós.
Skrifað af Emil Páli
