28.03.2011 07:40
Nýsmíði á Patró og grásleppubátar á Brjánslæk í gær
Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar tók þessar myndir í gær og sendi mér og sýna þær þegar bátur að gerðinni Sómi er nefnist Fönix var tekinn út. Skrokkurinn var keyptur af Bátasmíði Guðmundar rétt áður en hún lokaði, en ekki byrjað á frágangi og vélaniðursetningu á Patreksfirði, fyrr en í haust. Eigandi bátsins heitir Hafþór G. Jónsson, plastaði hann og kláraði bátinn sjálfur með sínu starfsfólki.
Hinir bátarnir eru grásleppubátar sem voru staðsettir á Brjánslæk í gær - Sendi ég Sigurði kærar þakkir fyrir


2811. Fönix BA 1, af gerðinni Sómi 1200 tekin út úr húsi á Patreksfirði í gær
Grásleppubáturinn 2438. Eldey BA 96, á Brjánslæk í gær
2352. Húni BA 707, sem mun veiða grásleppu frá Brjánslæk
© myndir Sigurður Stefánsson, 27. mars 2011
Hinir bátarnir eru grásleppubátar sem voru staðsettir á Brjánslæk í gær - Sendi ég Sigurði kærar þakkir fyrir


2811. Fönix BA 1, af gerðinni Sómi 1200 tekin út úr húsi á Patreksfirði í gær

Grásleppubáturinn 2438. Eldey BA 96, á Brjánslæk í gær

2352. Húni BA 707, sem mun veiða grásleppu frá Brjánslæk
© myndir Sigurður Stefánsson, 27. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
