27.03.2011 11:00

Snjóhrúga eina myndin á MarineTraffic

Ef maður pikkar á gamla Tryggva Eðvarðs á MarineTraffic, er þar bara ein mynd af bátum í snjóhrúgu og án númers, með gamla nafninu en ekki því sem hann ber í dag sem er nafnið Bóti HF 84. Set ég því að handahófi nokkar myndir af bátnum sem ég hef tekið bæði með eldra nafninu og því sem hann ber í dag. Ég verð að viðurkenna að myndin er skemmtileg fyrir margar sakir, en varla sem eina kynningin á viðkomandi báti.


                     2579. Tryggvi Eðvarðs © mynd MarineTraffic, 30. nóv. 2009

Svona lítur báturinn út í dag:


               2579. Bóti HF 84, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 3. mars 2011

Hér koma síðan nokkrar myndir af honum sem Tryggva Eðvarðs SH 2, teknar í Sandgerði.


      2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, við höfuðstöðvar Sólplasts í Sandgerði í júní 2009


       2579. Tryggvi Eðvarðs á sama stað, 11. maí 2010, aftur komin í smá breytingu


               2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, í Sandgerðishöfn 4. júní 2010


               2579. Á sama stað og á myndinni hér fyrir ofan © myndir Emil Páll