27.03.2011 12:00
Orion II / Thor Supporter
Í fyrrakvöld sagði ég frá för Thor Goliath með dýpkunartæki frá Njarðvík til Færeyja. Áður fyrr þegar eigendur þessara dýpkunatækja voru mun afkastameiri en í dag, áttu þeir að mig minnir m.a. í fyrirtækinu Hagverk sem átti m.a. dráttarbátinn Orion II. Þessi sami Orion II var síðan seldur úr landi og heitir nú Thor Supporter og er gerður út af sama fyrirtæki og á Thor Goliath og er með aðsetur í Hósvík í Færeyjum.
Birti ég hér tvær myndir, annars vegar af Orion II og síðan af honum eins og hann er í dag, í færeyskri eigu, en með heimahöfn allt annarsstaðar. Allt um það svo og sögu skipsins undir myndunum.

2059. Orion II © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

Thor Supporter © mynd úr Skipalistanum (Færeyska) 2006, ljósm.: ókunnur
Dráttarskip smíðað hjá Hudson Shipbuilding inc, í U.S.A. 1980 og innfluttur til Íslands 1990 og síðan seldur til Noregs 1997 og þaðan til Færeyja síðar.
Er nú í eigu Færeyskra aðila, en með heimahöfn í Kingstown í Sant Vincent og Grenadiers.
Nöfn: Wanda Louise, Chris B., Orion II, Hunter og núverandi nafn: Thor Supporter.
Birti ég hér tvær myndir, annars vegar af Orion II og síðan af honum eins og hann er í dag, í færeyskri eigu, en með heimahöfn allt annarsstaðar. Allt um það svo og sögu skipsins undir myndunum.

2059. Orion II © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

Thor Supporter © mynd úr Skipalistanum (Færeyska) 2006, ljósm.: ókunnur
Dráttarskip smíðað hjá Hudson Shipbuilding inc, í U.S.A. 1980 og innfluttur til Íslands 1990 og síðan seldur til Noregs 1997 og þaðan til Færeyja síðar.
Er nú í eigu Færeyskra aðila, en með heimahöfn í Kingstown í Sant Vincent og Grenadiers.
Nöfn: Wanda Louise, Chris B., Orion II, Hunter og núverandi nafn: Thor Supporter.
Skrifað af Emil Páli
