26.03.2011 20:36
Tveimur mönnum bjargað er Aníta Líf sökk í dag

1882. Hafrenningur GK 56, nú Anita Líf RE 187 © mynd í eigu Emils Páls, tekin í Grindavík, á árunum 2001 - 2003
Ekki mátti tæpara standa þegar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu björguðu tveimur mönnum af sökkvandi báti, Anítu Líf RE 187, rétt norðan við Akurey á sundunum við Reykjavík á sjötta tímanum í dag.Beiðni um aðstoð barst klukkan 17:10 og voru þá björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar send á staðinn.
20 mínútum síðar voru skipbrotsmennirnir komnir um borð í björgunarskip. Þá maraði báturinn í hálfu kafi og aðeins stefnið stóð uppúr.
Eftir því sem best er vitað á þessari stundu voru mennirnir heilir á húfi, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
1882. Aníta Líf RE 187 var 11 tonna plast bátur framleiddur í Bornö, Svíþjóð 1990 og hefur borið eftirtalin nöfn: Laxi, Bliki BA 55, Abba SH 82, Hafrenningur GK 56, Hafrenningur GK 39, Sigurfari ST 87, Dabbi Kóngur BA 187, Máni SU 187 og nú Aníta Líf RE 187.
Skrifað af Emil Páli
