26.03.2011 20:36

Tveimur mönnum bjargað er Aníta Líf sökk í dag


   1882. Hafrenningur GK 56, nú Anita Líf RE 187 © mynd í eigu Emils Páls, tekin í Grindavík, á árunum 2001 - 2003   

Ekki mátti tæpara standa þegar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu björguðu tveimur mönnum af sökkvandi báti, Anítu Líf RE 187,  rétt norðan við Akurey á sundunum við Reykjavík á sjötta tímanum í dag.Beiðni um aðstoð barst klukkan 17:10 og voru þá björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar send á staðinn.

20 mínútum síðar voru skipbrotsmennirnir komnir um borð í björgunarskip. Þá maraði báturinn í hálfu kafi og aðeins stefnið stóð uppúr. 

Eftir því sem best er vitað á þessari stundu voru mennirnir heilir á húfi, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

 1882. Aníta Líf RE 187 var 11 tonna plast bátur framleiddur í Bornö, Svíþjóð 1990 og hefur borið eftirtalin nöfn: Laxi, Bliki BA 55, Abba SH 82, Hafrenningur GK 56, Hafrenningur GK 39, Sigurfari ST 87, Dabbi Kóngur BA 187, Máni SU 187 og nú Aníta Líf RE 187.