26.03.2011 20:15
Er Fiskistofa móti góðum gæðum?
Eins og sagt var frá hér fyrir skemmstu hefur Fiskistofa lagt báta sem landa hjá sömu fiskvinnslunni í Reykjanesbæ í algjört einelti. Virðist þetta hafa gerst í framhaldi að því að tekin var upp svo kallað 12 tíma kerfi sem felst í því að fiskur er aldrei eldri en 12 tíma gamall, þ.e. frá því að hann festist í netunum og þar til hann er kominn í land og með þessu fór 99% aflans í dýrasta verðflokkinn. Þegar eineltið hélt áfram var breytt um og nú er sú regla viðhöfð að leggja netin og draga í sömu ferðinni þ.e. að það líður um tvær klukkustundir frá því að síðustu netin fara í sjóinn og þar til að netadráttur hefst og því staðin baugjuvakt eins og á línunni.
Þrátt fyrir þetta var aflinn í dag mjög góður og stór og fallegur fiskur eins og sést á myndinni sem hér fylgir með, en landað var undir eftirliti Fiskistofu, sem sjálfsagt er á móti þessu góðu gæðum líka?

Fallegur fiskur um borð í Sægrími GK í dag

Frá löndun úr 2101. Sægrími GK 525, nú undir kvöldið © myndir Emil Páll, 26. mars 2011
Þrátt fyrir þetta var aflinn í dag mjög góður og stór og fallegur fiskur eins og sést á myndinni sem hér fylgir með, en landað var undir eftirliti Fiskistofu, sem sjálfsagt er á móti þessu góðu gæðum líka?

Fallegur fiskur um borð í Sægrími GK í dag

Frá löndun úr 2101. Sægrími GK 525, nú undir kvöldið © myndir Emil Páll, 26. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
