25.03.2011 22:09

Thor Goliath kominn og fer með 2 á eftir

Færeyski dráttarbáturinn Thor Goliath kom til Njarðvíkur á áttunda tímanum í kvöld til að ná í Svavar og Selinn og draga til Færeyja þar sem þeir eru komnir með verkefni á vegum Hagtaks. Reiknað er með að þeir fari á stað öðru hvoru megin við miðnætti.

Dráttarbátur þessi var smíðaður í Svenborg, Danmörku árið 1965 og er með heimahöfn í Hósvík í Færeyjum. Hann hefur borið þetta nafn frá 2004 og hét þar áður Goliath, með heimahöfn í Þórshöfn í Færeyjum og næst þar á undan hét hann Goliath Rön og var gerður út frá Danmörku.

Tók ég nokkarar myndir af honum þegar hann kom til Njarðvíkur í kvöld svo og þegar verið var að að tengja bátanna við hann.

- Eitthvað urðu þeir fyrr á ferðinni því samkvæmt AIS voru þeir út af Helguvík kl. 23 í kvöld.












                     Thor Goliath í Njarðvík í kvöld © myndir Emil Páll, 25. mars 2011